White Trash

Við erum orðin treiler trass eða trailor trash eins og einhver myndi vilji hafa það. Við fengum leigðan húsvagn á voða sænsku tjaldstæði á lágmarkksverði, sem er gott verð.

Allt gott er að frétta af okkur, skólinn er byrjaður og er bara skemmtilegur, veðrið er fínt og jájájá. Við erum orðin frekar þreytt á þessu flakki en fáum íbúðina okkar á næsta mánudag. Íbúðin er voða krúttleg, allavega það sem við höfum haft möguleika á að njósna um. Annars erum við bara að hangsa og reyna að leika okkur.

Bráðlega ætlum við að hitta hana Kristínu krútturass en hún er líka að læra hérna í Svíþjóðinni. Svo kemur Gummi litli líka í heimsókn um miðjan september og við munum gera okkar besta til að sýna honum það besta af Svíþjóð.

Ég er að hlusta á Megas, gamlar plötur með Björk í bakröddum, mæli með þessum gömlu slögurum við alla.

Það er erfitt að blogga hérna í treilernum því netsambandið dettur alltaf út þegar lest fer framhjá, sem er oft.


Flakk

Við erum á hóteli í Falun, en við erum búin að vera á miklu flakki seinustu daga.  Við byrjuðum ferðina okkar á laugardag, yfirgáfum Reykjavík þegar Megas söng paradísarfuglinn.

Lentum í Svíþjóð á sunnudagsmorgni og vorum ekki sótt af frænda mínum eins og hann var búinn að segja, og neyddumst því til að fara á hótel í fjóra tíma til að leggja okkur aðeins. En þetta bjargaðist allt saman seinna um daginn og við vorum í Vaxholm næstu tvo daga, en þar býr frændi minn.  Vaxholm er snobbhverfi útfrá Stokkhólmi.

Það var alltílæ að hanga í Vaxholm, en við fengum voða takmarkað að sjá Stokkhólm sjálfan, því miður. "Frændfólk" mitt var svo upptekið að sýna okkur Vaxholm, sem er minni en Hólmavík að flatarmáli, svo við (aðallega ég) vorum orðin frekar pirruð á þeim, auk þess sem þau eltu okkur út um allt í Stokkhólmi eins og við værum ómálga börn.

Þá fórum við til Falun og hittum vin okkar og bjórsalann Bjössa Höstl og hann tók okkur í sumarbústað rétt við bæ sem heitir Vansbro(ekki að það skipti máli). Þar vorum við frá þriðjudegi fram á föstudag. Svaka stuð þar, enginn manneskja nálægt, enginn búð, ekkert nema skógur, úlfar og birnir.  Það var voða indælt að vera úti í skógi. Mjög afslappandi.  Svo hrundum við í það á fimmtudeginum með honum Bjössa litla, og skemmtilegt nok, þá hringdu allir ættingjar okkar í okkur, þ.e. meðan við vorum full og þegar við vorum þunn.

Við meikuðum ekki að vera lengur í sumarbústað en fram á föstudag, af tveimur ástæðum, sú fyrsta var sú að hefðum hvort eð er þurft að fara á laugardag og hin að við vorum skíthrædd að vera þarna mikið lengur. Það voru úlfar þarna allt í kring við kunnum bara á kindur. Það er eitthvað mjög óþægilegt við að vera einn úti í skógi um koldimma nótt og heyra gelt og ýlfur í úlfum.

Þannig að við erum bara í Falun á hótelherbergi sem kostar alltof mikið, en hótelherbergi með aflsætti frá henni mömmu (takk mamma) kostar álíka mikið og farfuglaheimili. Við vorum búin að sjá verð á farfuglaheimilum og það var nokkuð ódýrt, en var svo auðvitað miðað við einn, og sinnum tveir er mikið.

Skólinn byrjar á mánudaginn og það er skólatjútt í kvöld sem við erum að undirbúa okkur fyrir í þessum töluðu orðum.

Segi kannske fleiri sögur af seinustu viku seinna í vikunni.

Hej så länge.


Rek ég í auga Valföður, rek ég í auga Vígföður, rek ég í auga Ása Þórs.

Ég vaknaði klukkan hálf níu  í morgun, sem er alveg hræðilegt, því maður vill sofa út, en við búum ekki svo vel að hafa gardínur,höfum bara rimlagardínur síðan úr seinna stríði sem eru einhvernvegin innbyggðar í gluggan.   Þetta er allt innbyggt í bílinn.

En eins og venjulega er lítið að frétta. Við erum í prófi núna í augnablikinu, sem við eigum að skila á mánudag... jájá.

Feiti frændi barði á dyr á þriðjudaginn var og bauð okkur út í kaffi og kleinur á uppáhalds barnum sínum, það var bara helvíti fínt. Hann sagði okkur að við yrðum að vera hérna í sumar, því allt væri að gerast , endalausir tónleikar, endalausar hátíðir og álíka mikið af grillveislum. Við getum það að sjálfsögðu ekki, sænskar pulsur eru líka óætar. En kannski næsta sumar.

Svo að við erum bara að læra, þrífa íbúðina og pakka niður. Ætlum líka að smella nokkrum mydum áður en við förum. Og því miður ég get ekki farið í pílagrímsferð til Sigtuna fyrr en í haust, en samkvæmt honum Snorra Sturlusyni, þá settist Óðinn valfaðir, forfaðir minn, þar að í fyrnindi og markaði sér alla vopndauða menn, ekki amaleg afmælisgjöf það.

 

 


Frjádagur

Föstudagur í Svíalandinu og ég nýkominn úr system bolaginu, eða ríkinu. Ég keypti mér sænkan bjór, Norrlands Guld, þeir eru með svo skemmtilegar auglýsingar.  Og ég var beðinn um skilríki, það hefur ekki gerst í fimm ár.

Fór úr ríkinu með blendnar tilfinningar, Svíarnir eru svo klikkaðir. Kéllingin sem afgreiddi mig vildi ekki taka visa kortið mitt sem gilt skilríki, þrátt fyrir fína homma mynd af mér og kennitölu, en hún sleppti mér í gegn eftir smá nöldur. Ég er líka tuttugu og fimm ára.

Við sáum íkorna í gær, bráðgáfaðan íkorna. Hann var að fara yfir götu. Fyrst leit hann til beggja hliða, beið síðan eftir að bíll sem var á leiðinni færi framhjá og rölti svo yfir þegar öllu var óhætt, meira að segja á gangbraut. Geri aðrir betur.

En lítið að frétta.  Fögnum föstudegi bara með Tyrkja pizzu og bjór, fjármögnuðu með dósapening. 

Að lokum vil ég vil tilynna að ég hef ákveðið að halda með Svíþjóð í Júróvisjón (ég hef farið í sleik við söngvarann), en lagið þeirra er bráðskemmtilegur glamrokk slagari sem ég hvet lesendur mína til að hlusta á, en það má finna á MySpace-inu mínu.


Tölvuvesen og kapítalkommar.

Nú styttist í Júróvisjón og kosningar, spennandi kvöld. Og það er þegar búið að bjóða okkur í partý, hjá snillingnum henni Katrínu. Reyndar er ég búinn að nöldra í ástkærri systur minni  um að halda fyrir mig partý, en það er þá ekki lengur kvöð á henni, en kannski tvö partý... hver veit.  Það verður allavega gaman að koma heim.

Spennandi kosningar framundan, allir kapítalísku vinir mínir ætla að kjósa gamla kommúnistaflokkinn, það er víst í tísku.

Tölvan mín bilaði um helgina, neitaði að kveikja á sér og eitthvað bölvað vesen. Mér var tjáð af tölvufróðum að windowsið væri hrunið og allt dótið mitt farið til helvítis.  En Andreas tölvusnillingur og Svíi frændi minn, kallaður feiti frændi, kom og bjargaði þessu á mettíma. Ég ætla að gefa honum kassa af bjór.

"Skál fyrir Fróni og Fjölni og allt það"

 


Froska tekknó partýstuð

Tvær vikur og tveir dagar þar til við förum heim.  Nokkuð gott, en get ekki sagt að ég hlakki til að fara vinna, en maður fær allavega pening.

Ég hef aldrei að ævinni séð frosk nema í sjónvarpi, þar til í gær, og ég sá hann ekki fyrr en ég var búin að murka úr honum lífið með spariskónum mínum, greyið. Það puffaði úr honum þegar hann dó, ekki skemmtilegt og frekar ógeðslegt. Eftir það tókum við eftir að froskarnir eru út um allt, litlir dökkgrænir ógeðslegir froskar. Og svo pöddur, allskonar marglita Sænskar pöddur.

Veðrið hefur verið fínt, 17 stig og sól, en það á víst ekki að endast lengi.

Páskarnir okkar voru skrýtnir, ekkert að gera, bara hanga og fara á fyllerí. Gerðumst meira að segja svo björt að ætla að tjútta eftir miðnætti á páskadag, en það viðgengst greinilega ekki í litlum bæjum í Svíþjóð, fýluferð í miðbæinn.

Við fengum þó páskaegg og harðfisk frá henni mömmu, sem reddaði þessu alveg.

Annars er ég latur við að blogga, hver vill líka lesa kjaftæði um ekki neitt.

Já, helvítis bloggarar hérna á blog.is, alltaf einhverjir vitleysingar að blogga um fréttirnar, alveg óþolandi að lesa, t.d ef það er frétt um flugslys þá kemur einhver snillingurinn og segir "sjitt hva ég hefði ekki veiljað vera í essari vél" eða eitthvað álíka heimskulegt. Vill beina þeim tilmælum til moggans að banna þessa vitleysu, áður en einhver verður laminn.

En auðvitað þarf ég ekkert að lesa þetta frekar en ég vill.

Jájá, þannig er nú það skal ég segja ykkur.

 


Þú hefur gervinýru... með vasa

Jájá. Fimmtudagur að kveldi komin og við erum nýbúin að skila inn heimaprófi úr delkurs 2, vonum að það hafi gengið vel...

Í augnablikinu erum við bara að slappa af und slaka á, en eins og venjulega þá vorum við uppi í alla nótt að rembast við að klára þetta helvíti, höfðum viku í þetta, en hver nennir að vera að dútla við svona andskota í marga daga.

 

Eftir að við skiluðum prófinu fögnuðum við með McDonalds og einum bjór, stärk öl, og röltum um bæinn.

 

Það er mikill kostur að vera útlendingur, maður getur oft sloppið við allskonar leiðindarugl, segist bara ekki tala sænsku, en það virkaði samt ekki í dag.  Við vorum stoppuð af peningabetlandi trjáknúsurum sem vildu endilega að við gæfum þeim péning svo að þeir gætu nú þrifið upp kjarnorkuúrgang sem Svíarnir eru búnir að drita niður hér og þar (örugglega við Eyrarsund og landamærin á Noregi).

Fyrst sögðumst við ekki tala sænsku, þá fór gaurinn að blaðra á ensku, og hélt svaka fyrirlestur um náttúruna og hvað þeir væru miklir mektarmenn sem ætluðu að bjarga heiminum með péningabetli og væli.  Ég svaraði honum með því að ég væri frá Íslandi og væri nokk sama um umhverfið... fannst það fyndið, ekki Svíanum, en hann lætur okkur allavega í friði í framtíðinni.

Hvaða djöfuls rugl er þetta líka, “hreinsa upp kjarnorku úrgang”!! ríkið hlýtur nú að sjá um það eins og allt annað í Svíþjóð.

Annars finnst mér Svíarnir vera dálitlir hræsnarar, þeir eru búnir að vera hlustlausir í heila öld, hleyptu meira að segja nazistunum á bræður sína í Danmörku og Noregi án þess að rétta þeim littla putta, þeir eru með sosíalinn í hámarki og leitast við að vera málamiðlarar, friðelskendur og hafa jafnvel reynt að kúga okkur Íslendinga til að veiða ekki hvali af því að hvalir eru svo krúttlegir. En á sama tíma framleiða þeir vopn og selja til einræðisherra í Afríku og víðar og eru svo með endalaust af kjarnorkuverum og meira að segja eitt steinsnar frá Kaupmannahöfn... þeir eru skrýtnir Svíarnir, en mér líkar samt voða vel að vera hérna.

 Annars er ég bara í góðum fíling núna að hlusta á Megas og blögga... 

Blaðra alltof mikið... nenni ekki að skrifa um seinustu helgi núna, geri það bara á morgun... eða í nótt, ætla að fá mér mjólkursopa og kanälbullu.   

Paradísarfuglinn hló og gelti, ég fíla mig eins og ég sé í svelti.  


Hummmm....

Mér leiðist blaður, og leiðist blogg, eins og glöggir lesendur hafa kennski tekið eftir.

Það er bara allt við það sama hérna í Svíalandi, kalt á nóttunni, fínt á daginn.

Við fengum einkun úr fyrsta áfanganum okkar í dag og gekk bara þokklega, fengum 32, sem er víst ágætis einkunn, sérstaklega fyrir útlendinga, svo við kvörtum ekki.

Svíarnir eru þekktir fyrir að vera kjánalegir og klikka ekki í kjánalegheitunum þegar kemur að einkunum en skalinn hérna miðast við hámark 40 stig.  Persónulega finnst mér 1-10 kerfið hentugra, einfaldara og skemmtilegra, en hvað veit ég, ég er bara 1/8 Svíi.

En eins og fyrr þá er þetta allt saman voða rólegt hérna, ekki sænskt roligt sem þýðir víst skemmtilegt, heldur íslenskt rólegt en samt líka skemmtilegt.

Helgin verður spennandi en okkur er boðið í tvö samkvæmi, eitt 75 ára afmæli og svo innflutnings partý hjá skólafélaga okkar frá Gautaborg. Málum bæinn rauðann.

Læt vita næst þegar eitthvað skemmtilegt gerist.

 

 


Lille lördag.

Í dag er lille lördag.  Lille lördag er alltaf á miðvikudögum og þá fara Svíarnir út og fá sér bjór.  Við borðum bara nammi á lille lördag af því að það er laugardagur í Svíþjóð.

Ég hef verið latur við að blogga seinustu viku, en það er aðallega vegna þess að það er ekkert að gerast hjá okkur.  Seinasta bloggfærsla fjallaði um mat, svo ég ákvað að hugsa minn gang.

Annars erum við að bíða eftir einkunum úr fyrsta áfanganum okkar, en Svíarnir virðast vera með allt á seinasta snúningi eins og við heima, en þeir verða að skila einkunum þremur vikum eftir lok áfanga, svo það eru bara tveir dagar í viðbót í bið.

Aðal ástæða þess að ég sé að blogga núna er sú að við eigum að skila verkefni á morgun, en þegar ég þarf að gera eitthvað þá verð ég rosalega duglegur við eitthvað annað, eins og t.d. að taka til eða blogga, allavega eitthvað allt annað en ég á að gera. 

Seinasta vika er búin að vera mjög ljúf, en vorið er komið í Svíþjóð með íslensku júlí veðri, 10 stiga hita og sól, svo við erum búin að vera gangandi í sólbaði að upplifa bæinn okkar uppá nýtt.  Merkilegt hverju maður missir af þegar allt er á kafi í snjó.

Það slæma við vorið í Svþjóð er að andskotarnir sem leigja okkur eru búnir að slökkva á kyndingunni í húsinu svo að næturnar eru kaldar, íslenskt júní veður, 4 stiga hiti og ekki sól. Auk þess eru höggormarnir víst komnir á kreik og myggan farin að láta sjá sig. 

Að lokum vil ég óska ykkur heima til hamingju með VSK lækkunina, kosningar í nánd. 


Ég er svangur

Föstudagar eru hamborgaradagar. En eins og fólk sem þekkir mig ætti að vita þá eru hamborgarar mín uppáhalds fæða, fullkomnun matargerðar þ.e. ef þeir eru rétt gerðir. Gróft brauð, kálfakjöt, nóg af grænmeti og kokteilsósa gerð úr sýrðum rjóma, tómatssósu og sinnepi.  Það er ekki óhollt, bara fullkomnun.

 Það er erfitt að fá góða hamborgara í Svíþjóð, úti í búð eru bara til frosnir borgarar nema á föstudögum og þá bara í einni búð í bænum. Það finnst mér lélegt. Það sama gildir um hamborgarastaði en Svíarnir eru slappir í skyndibitamenningunni, ekki að það séu ekki skyndibitastaðir, þvert á móti, en þeir eru bara vægast sagt lélegir, ógeðslegar pizzur, nema á einum stað, og alls staðar viðbjóðsborgarar nema á McDonalds en maður verður fljótt leiður á þeim stað.  Kannski að það sé bara gott, maður borðar allavega hollt á meðan, en ég ætla beint á American Style þegar ég kem heim.

Svíarnir eru annars miklar brauðætur, enda gott brauð hérna og ódýrt, mjög gott og mjög ódýrt. En þeir eru líka með sinn eigin þjóðlegan mat, t.d. blóðbúðing, en ég hef því miður ekki ennþá gerst svo frægur að smakka hann, en geri það fljótlega. Blóðbúðingur er gerður úr svínablóði og svínafitu og einhverju fleira sulli, hljómar ekki vel, vil frekar fá lambablóð.  Það sama á við um pulsurnar þeirra, en frægasta og þjóðlegasta pulsan (bjúgað) þeirra kallast Falun Korv, og eru ættaðar héðan úr Falun. Þær eru búnar til úr svínaviðbjóði og smakkast því frekar illa. 

Læt þetta duga í bili, kannski að ég láti í ljós hugleiðingar mínar um mat og Evrópusambandið næst, smá pólitík fyrir Hörð, hver veit. 

 P.S. Pulsur segi ég, ekki pylsur.....  Sama hvað málfræðingar segja. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband