Þú hefur gervinýru... með vasa

Jájá. Fimmtudagur að kveldi komin og við erum nýbúin að skila inn heimaprófi úr delkurs 2, vonum að það hafi gengið vel...

Í augnablikinu erum við bara að slappa af und slaka á, en eins og venjulega þá vorum við uppi í alla nótt að rembast við að klára þetta helvíti, höfðum viku í þetta, en hver nennir að vera að dútla við svona andskota í marga daga.

 

Eftir að við skiluðum prófinu fögnuðum við með McDonalds og einum bjór, stärk öl, og röltum um bæinn.

 

Það er mikill kostur að vera útlendingur, maður getur oft sloppið við allskonar leiðindarugl, segist bara ekki tala sænsku, en það virkaði samt ekki í dag.  Við vorum stoppuð af peningabetlandi trjáknúsurum sem vildu endilega að við gæfum þeim péning svo að þeir gætu nú þrifið upp kjarnorkuúrgang sem Svíarnir eru búnir að drita niður hér og þar (örugglega við Eyrarsund og landamærin á Noregi).

Fyrst sögðumst við ekki tala sænsku, þá fór gaurinn að blaðra á ensku, og hélt svaka fyrirlestur um náttúruna og hvað þeir væru miklir mektarmenn sem ætluðu að bjarga heiminum með péningabetli og væli.  Ég svaraði honum með því að ég væri frá Íslandi og væri nokk sama um umhverfið... fannst það fyndið, ekki Svíanum, en hann lætur okkur allavega í friði í framtíðinni.

Hvaða djöfuls rugl er þetta líka, “hreinsa upp kjarnorku úrgang”!! ríkið hlýtur nú að sjá um það eins og allt annað í Svíþjóð.

Annars finnst mér Svíarnir vera dálitlir hræsnarar, þeir eru búnir að vera hlustlausir í heila öld, hleyptu meira að segja nazistunum á bræður sína í Danmörku og Noregi án þess að rétta þeim littla putta, þeir eru með sosíalinn í hámarki og leitast við að vera málamiðlarar, friðelskendur og hafa jafnvel reynt að kúga okkur Íslendinga til að veiða ekki hvali af því að hvalir eru svo krúttlegir. En á sama tíma framleiða þeir vopn og selja til einræðisherra í Afríku og víðar og eru svo með endalaust af kjarnorkuverum og meira að segja eitt steinsnar frá Kaupmannahöfn... þeir eru skrýtnir Svíarnir, en mér líkar samt voða vel að vera hérna.

 Annars er ég bara í góðum fíling núna að hlusta á Megas og blögga... 

Blaðra alltof mikið... nenni ekki að skrifa um seinustu helgi núna, geri það bara á morgun... eða í nótt, ætla að fá mér mjólkursopa og kanälbullu.   

Paradísarfuglinn hló og gelti, ég fíla mig eins og ég sé í svelti.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband