Flakk

Við erum á hóteli í Falun, en við erum búin að vera á miklu flakki seinustu daga.  Við byrjuðum ferðina okkar á laugardag, yfirgáfum Reykjavík þegar Megas söng paradísarfuglinn.

Lentum í Svíþjóð á sunnudagsmorgni og vorum ekki sótt af frænda mínum eins og hann var búinn að segja, og neyddumst því til að fara á hótel í fjóra tíma til að leggja okkur aðeins. En þetta bjargaðist allt saman seinna um daginn og við vorum í Vaxholm næstu tvo daga, en þar býr frændi minn.  Vaxholm er snobbhverfi útfrá Stokkhólmi.

Það var alltílæ að hanga í Vaxholm, en við fengum voða takmarkað að sjá Stokkhólm sjálfan, því miður. "Frændfólk" mitt var svo upptekið að sýna okkur Vaxholm, sem er minni en Hólmavík að flatarmáli, svo við (aðallega ég) vorum orðin frekar pirruð á þeim, auk þess sem þau eltu okkur út um allt í Stokkhólmi eins og við værum ómálga börn.

Þá fórum við til Falun og hittum vin okkar og bjórsalann Bjössa Höstl og hann tók okkur í sumarbústað rétt við bæ sem heitir Vansbro(ekki að það skipti máli). Þar vorum við frá þriðjudegi fram á föstudag. Svaka stuð þar, enginn manneskja nálægt, enginn búð, ekkert nema skógur, úlfar og birnir.  Það var voða indælt að vera úti í skógi. Mjög afslappandi.  Svo hrundum við í það á fimmtudeginum með honum Bjössa litla, og skemmtilegt nok, þá hringdu allir ættingjar okkar í okkur, þ.e. meðan við vorum full og þegar við vorum þunn.

Við meikuðum ekki að vera lengur í sumarbústað en fram á föstudag, af tveimur ástæðum, sú fyrsta var sú að hefðum hvort eð er þurft að fara á laugardag og hin að við vorum skíthrædd að vera þarna mikið lengur. Það voru úlfar þarna allt í kring við kunnum bara á kindur. Það er eitthvað mjög óþægilegt við að vera einn úti í skógi um koldimma nótt og heyra gelt og ýlfur í úlfum.

Þannig að við erum bara í Falun á hótelherbergi sem kostar alltof mikið, en hótelherbergi með aflsætti frá henni mömmu (takk mamma) kostar álíka mikið og farfuglaheimili. Við vorum búin að sjá verð á farfuglaheimilum og það var nokkuð ódýrt, en var svo auðvitað miðað við einn, og sinnum tveir er mikið.

Skólinn byrjar á mánudaginn og það er skólatjútt í kvöld sem við erum að undirbúa okkur fyrir í þessum töluðu orðum.

Segi kannske fleiri sögur af seinustu viku seinna í vikunni.

Hej så länge.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband