Rek ég í auga Valföður, rek ég í auga Vígföður, rek ég í auga Ása Þórs.

Ég vaknaði klukkan hálf níu  í morgun, sem er alveg hræðilegt, því maður vill sofa út, en við búum ekki svo vel að hafa gardínur,höfum bara rimlagardínur síðan úr seinna stríði sem eru einhvernvegin innbyggðar í gluggan.   Þetta er allt innbyggt í bílinn.

En eins og venjulega er lítið að frétta. Við erum í prófi núna í augnablikinu, sem við eigum að skila á mánudag... jájá.

Feiti frændi barði á dyr á þriðjudaginn var og bauð okkur út í kaffi og kleinur á uppáhalds barnum sínum, það var bara helvíti fínt. Hann sagði okkur að við yrðum að vera hérna í sumar, því allt væri að gerast , endalausir tónleikar, endalausar hátíðir og álíka mikið af grillveislum. Við getum það að sjálfsögðu ekki, sænskar pulsur eru líka óætar. En kannski næsta sumar.

Svo að við erum bara að læra, þrífa íbúðina og pakka niður. Ætlum líka að smella nokkrum mydum áður en við förum. Og því miður ég get ekki farið í pílagrímsferð til Sigtuna fyrr en í haust, en samkvæmt honum Snorra Sturlusyni, þá settist Óðinn valfaðir, forfaðir minn, þar að í fyrnindi og markaði sér alla vopndauða menn, ekki amaleg afmælisgjöf það.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband