Froska tekknó partýstuð

Tvær vikur og tveir dagar þar til við förum heim.  Nokkuð gott, en get ekki sagt að ég hlakki til að fara vinna, en maður fær allavega pening.

Ég hef aldrei að ævinni séð frosk nema í sjónvarpi, þar til í gær, og ég sá hann ekki fyrr en ég var búin að murka úr honum lífið með spariskónum mínum, greyið. Það puffaði úr honum þegar hann dó, ekki skemmtilegt og frekar ógeðslegt. Eftir það tókum við eftir að froskarnir eru út um allt, litlir dökkgrænir ógeðslegir froskar. Og svo pöddur, allskonar marglita Sænskar pöddur.

Veðrið hefur verið fínt, 17 stig og sól, en það á víst ekki að endast lengi.

Páskarnir okkar voru skrýtnir, ekkert að gera, bara hanga og fara á fyllerí. Gerðumst meira að segja svo björt að ætla að tjútta eftir miðnætti á páskadag, en það viðgengst greinilega ekki í litlum bæjum í Svíþjóð, fýluferð í miðbæinn.

Við fengum þó páskaegg og harðfisk frá henni mömmu, sem reddaði þessu alveg.

Annars er ég latur við að blogga, hver vill líka lesa kjaftæði um ekki neitt.

Já, helvítis bloggarar hérna á blog.is, alltaf einhverjir vitleysingar að blogga um fréttirnar, alveg óþolandi að lesa, t.d ef það er frétt um flugslys þá kemur einhver snillingurinn og segir "sjitt hva ég hefði ekki veiljað vera í essari vél" eða eitthvað álíka heimskulegt. Vill beina þeim tilmælum til moggans að banna þessa vitleysu, áður en einhver verður laminn.

En auðvitað þarf ég ekkert að lesa þetta frekar en ég vill.

Jájá, þannig er nú það skal ég segja ykkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er öll vitleysan eins Einar minn og ég hefgaman að þeirri sem kemur upp úr þínum munni.

katrín (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband