Lille lördag.

Í dag er lille lördag.  Lille lördag er alltaf á miðvikudögum og þá fara Svíarnir út og fá sér bjór.  Við borðum bara nammi á lille lördag af því að það er laugardagur í Svíþjóð.

Ég hef verið latur við að blogga seinustu viku, en það er aðallega vegna þess að það er ekkert að gerast hjá okkur.  Seinasta bloggfærsla fjallaði um mat, svo ég ákvað að hugsa minn gang.

Annars erum við að bíða eftir einkunum úr fyrsta áfanganum okkar, en Svíarnir virðast vera með allt á seinasta snúningi eins og við heima, en þeir verða að skila einkunum þremur vikum eftir lok áfanga, svo það eru bara tveir dagar í viðbót í bið.

Aðal ástæða þess að ég sé að blogga núna er sú að við eigum að skila verkefni á morgun, en þegar ég þarf að gera eitthvað þá verð ég rosalega duglegur við eitthvað annað, eins og t.d. að taka til eða blogga, allavega eitthvað allt annað en ég á að gera. 

Seinasta vika er búin að vera mjög ljúf, en vorið er komið í Svíþjóð með íslensku júlí veðri, 10 stiga hita og sól, svo við erum búin að vera gangandi í sólbaði að upplifa bæinn okkar uppá nýtt.  Merkilegt hverju maður missir af þegar allt er á kafi í snjó.

Það slæma við vorið í Svþjóð er að andskotarnir sem leigja okkur eru búnir að slökkva á kyndingunni í húsinu svo að næturnar eru kaldar, íslenskt júní veður, 4 stiga hiti og ekki sól. Auk þess eru höggormarnir víst komnir á kreik og myggan farin að láta sjá sig. 

Að lokum vil ég óska ykkur heima til hamingju með VSK lækkunina, kosningar í nánd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband