Ég er svangur

Föstudagar eru hamborgaradagar. En eins og fólk sem þekkir mig ætti að vita þá eru hamborgarar mín uppáhalds fæða, fullkomnun matargerðar þ.e. ef þeir eru rétt gerðir. Gróft brauð, kálfakjöt, nóg af grænmeti og kokteilsósa gerð úr sýrðum rjóma, tómatssósu og sinnepi.  Það er ekki óhollt, bara fullkomnun.

 Það er erfitt að fá góða hamborgara í Svíþjóð, úti í búð eru bara til frosnir borgarar nema á föstudögum og þá bara í einni búð í bænum. Það finnst mér lélegt. Það sama gildir um hamborgarastaði en Svíarnir eru slappir í skyndibitamenningunni, ekki að það séu ekki skyndibitastaðir, þvert á móti, en þeir eru bara vægast sagt lélegir, ógeðslegar pizzur, nema á einum stað, og alls staðar viðbjóðsborgarar nema á McDonalds en maður verður fljótt leiður á þeim stað.  Kannski að það sé bara gott, maður borðar allavega hollt á meðan, en ég ætla beint á American Style þegar ég kem heim.

Svíarnir eru annars miklar brauðætur, enda gott brauð hérna og ódýrt, mjög gott og mjög ódýrt. En þeir eru líka með sinn eigin þjóðlegan mat, t.d. blóðbúðing, en ég hef því miður ekki ennþá gerst svo frægur að smakka hann, en geri það fljótlega. Blóðbúðingur er gerður úr svínablóði og svínafitu og einhverju fleira sulli, hljómar ekki vel, vil frekar fá lambablóð.  Það sama á við um pulsurnar þeirra, en frægasta og þjóðlegasta pulsan (bjúgað) þeirra kallast Falun Korv, og eru ættaðar héðan úr Falun. Þær eru búnar til úr svínaviðbjóði og smakkast því frekar illa. 

Læt þetta duga í bili, kannski að ég láti í ljós hugleiðingar mínar um mat og Evrópusambandið næst, smá pólitík fyrir Hörð, hver veit. 

 P.S. Pulsur segi ég, ekki pylsur.....  Sama hvað málfræðingar segja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér.

kata h (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 11:15

2 identicon

Ertu svo svangur að þú getur ekki skrifað meir?

Ragga (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband