Lögguhasar í Svíalandi.

Við Valgý vorum í góðum fíling áðan að elda okkur pítu og með því, þegar allt í einu heyrast svaka læti af stigagangnum, hljómaði eins og hópur fólks að trampa í stiganum.  Löggan var mætt, á tveimur bílum, fór upp á hæðina fyrir ofan okkur.  Svona hálftíma seinna komu þær út aftur með nágranna okkar í haldi og einhverja tösku. Síðan þá er löggan búin að vera að rúnta um gangstéttirnar hérna í kring.  Vitum ekki hvað málið er, en miðað við hvernig handtekni nágranni okkar lítur út þá myndi ég giska á eitthvað lyfja tengt.

 

Alltaf þarf maður að lenda hjá einhverjum lýð þegar maður fer til útlanda. Í Danmörku þurftum við að passa okkur á að stíga ekki á nálar, en ég hef aldrei séð jafn mikið af notuðum nálum á einni gangstétt og þá, og í Finnlandi bjuggum við í einhverri Heróín blokk. Það er nokkuð augljóst að maður á ekki að treysta stofnunum sem redda fyrir mann húsnæði hvort sem maður sé nemi, nordjobbari eða hvað annað. Best að bjarga sér sjálfur. 

Annars ætlum við hvort eð er að flytja í haust, það hefur engum, sem við höfum hitt, litist á hverfið okkar, ekki að það sé eitthvað slum segja þeir, meira bara ekki fínt.  Aðallega viljum við þó færa okkur um sel því hér er aldrei flóafriður, krakkar að öskra, teknó tónlist og meiri teknó tónlist, auk þess sem við komumst að því að það er ódýrara að leigja á almennum leigumarkaði í betri hverfum. 

Held nú samt að nágranni okkar dópsalinn? sé ágætis strákur,  hann er a.m.k. ekki hávær og býður alltaf góðan daginn. 

Annars er allt í góðu í Svíþjóð. Það er farið að rigna, mikið, og hitinn fer alltaf hækkandi, í dag var um 5°C og fræðingarnir segja að það ætti að að vera komið í 10° eftir helgina. Vorið á næsta leiti. 

Já, síðan vil ég hvetja báða lesendur mína til að kvitta í gestabókina. 

Hej så länge.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hérna hefurðu mína kvittun.

Það vantar samt pólitíska ádeilu í þennan pistil. Að mínu mati slærðu öllum helstu pennum og þáttastjórnendum við hérna á Íslandi. Egill Helgason er bara peð í samanburði við þig.  

Hörður (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 23:05

2 identicon

„Held nú samt að nágranni okkar dópsalinn? sé ágætis strákur,  hann er a.m.k. ekki hávær og býður alltaf góðan daginn“.

Er það ekki bara af því að hann er alltaf á svo miklu dópi? Þið ættuð að passa ykkur á fólki sem neytir eiturlyfja.. Það er stórhættulegt, skrifar furðulega hluti í gestabækur...

Gunnar J. (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband