Gör Lumpen I Falun I Höst!!

Sjöunda vikan í skólanum er að byrja núna, sem þýðir að ég get farið að leika við Úlla minn eftir u.þ.b. átta vikur og náttúrulega farið í Júróvisjon partý, þó að lagið okkar höfði ekkert sérstaklega til mín. En mér þykir þó ákaflega vænt um Eirík Hauksson. 

Júróvisjón er ennþá í fullum gangi hérna í Svíþjóð en lagið sem ég hélt með er dottið úr keppninni, Kung och fosterland.  Svíarnir eru alveg jafn klikkaðir með þessa hátíð og við, og kannski ekki að furða þar sem þeim gengur nú yfirleitt ágætlega, held ég. 

Ég elska Hrafn Gunnlaugsson og allar myndirnar hans, nema tvær, og ég og hún Ranka systir erum víst ekki ein um það.  Ég hitti ákafan Krumma aðdáanda hérna í Falun um daginn, meira að segja kvenkyns, hún bað mig að segja “þungur hnífur” aftur og aftur, hún alveg elskaði það, hvíslaði síðan að mér að íslenska gerði sig graða.  Sem er svo sem ekkert skrýtið þegar maður pælir aðeins í því hvernig Svíarnir tala. 

Ég hef heyrt að sænski herinn sé frekar öflugur, allavega miðað við höfðatölu, og ef ég fæ að ráða einhverju þá verður hann ennþá öflugri í haust því að hún Valgý mín fékk herkvaðningu í dag, þ.e. var boðið að ganga í kvennadeild heimavarnarliðsins, held að það yrði öflugur liðsauki fyrir Svíana.

Kannki að þeir fari aftur að leggjast í hernaðarbrölt eftir alda langan aumingjaskap, hver veit, og Valgý kannski næsti Patton.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af pistlum þínum að dæma virðist þú virka ögn til hægri á mælistiku stjórnmálanna. Hvers vegna valdirðu að fara til kommúnistaríkis í nám?

Hörður (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 21:07

2 Smámynd: Einar Ísaksson

Tja.. Í fyrsta lagi þá eru Svíarnir loksins búnir að hrista af sér social-plebbana og kosið sér hófsama hægri stjórn, það gerðist núna í september síðastliðnum. Enda Svíþjóð búin að vera á hvínandi kúpunni eins og á til að gerast þegar mussulýður ræður ríkjum...  Annars er ég hérna til að kynnast uppruna mínum, en héðan kom hann langafi minn blessaður. Svo vil ég líka vera til staðar til að mótmæla mótmælendum hvalveiða.

Einar Ísaksson, 5.3.2007 kl. 22:50

3 identicon

ætlar þú að heilla sænsku kvenþjóðina með íslensku þinni á meðan þú sendir unnustuna í herinn?  Það þykir mér ekki fallega gert Einar minn.

Katrín (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 12:51

4 identicon

Var sænski íslensku-aðdáandinn sætur?

GJ

Gunnar J (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 13:25

5 identicon

Svíðþjóð er kannski draumalandið, elska Júróvisjón og Hrafninn. Þetta er fólk að mínu skapi ;)

Gott að heyra að það er orðið klárt hvenær þið komið heim. Held meira að segja að Diljá sé farin að sakna ykkur. Ég spurði hana um helgina hver væri að koma í heimsókn til okkar, hún svaraði að bragði Nenni.

 Kv. Ragga

Ragnhildur (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 20:39

6 Smámynd: Einar Ísaksson

Já, hún saknar okkar örugglega yndislegi auminginn, ekkert skrýtið við það.

Já, og svo til að svara Gunnari þá var íslensku aðdáandinn yndisfríð rjómabolla með sultu.

Einar Ísaksson, 7.3.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband