Tölvuvesen og kapítalkommar.

Nú styttist í Júróvisjón og kosningar, spennandi kvöld. Og það er þegar búið að bjóða okkur í partý, hjá snillingnum henni Katrínu. Reyndar er ég búinn að nöldra í ástkærri systur minni  um að halda fyrir mig partý, en það er þá ekki lengur kvöð á henni, en kannski tvö partý... hver veit.  Það verður allavega gaman að koma heim.

Spennandi kosningar framundan, allir kapítalísku vinir mínir ætla að kjósa gamla kommúnistaflokkinn, það er víst í tísku.

Tölvan mín bilaði um helgina, neitaði að kveikja á sér og eitthvað bölvað vesen. Mér var tjáð af tölvufróðum að windowsið væri hrunið og allt dótið mitt farið til helvítis.  En Andreas tölvusnillingur og Svíi frændi minn, kallaður feiti frændi, kom og bjargaði þessu á mettíma. Ég ætla að gefa honum kassa af bjór.

"Skál fyrir Fróni og Fjölni og allt það"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Sjúket", engin pressa að halda Júró partý. Það er þó aldrei að vita, enda um tvö kvöld að ræða.

Ragga (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband