Bókaþjóð og ekki neitt.

Er það satt að allir Íslendingar gefi út að minnsta kosti eina bók á ævinni ?   Kennarinn okkar, Roger, spurði okkur að þessu um daginn. Við fórum alveg í kerfi. Vorum ekki viss um hvort hann væri að gera grín að okkur (Íslendingum) eða hvort honum væri nokkurn vegin dauðanns alvara. Hvernig svarar maður svona spurningu ? Auðvitað gefa ekki allir Íslendingar út bók... en margir, allavega í gamla daga.

Eða eru Íslendingar ekki lengur bókaþjóð, kann fólk ennþá að lesa ? Eru bækur bara keyptar fyrir jólin og síðan skipt út fyrir sykur og tóbak í Bónus ?  Eða koma bækurnar okkar ennþá út á færibandi og hafa bara farið framhjá mér ?    Ég veit það ekki, ég les ekki glæpasögur. 

Annars er ég bara bjartsýnn.

Dagurinn í dag var ágætur. Það gerist lítið hérna í Dölunum á virkum dögum og helgarnar eru rólegar.En þar sem það gerist fátt þá gleðst maður yfir litlu. Ég spjallaði við tvo vini á MSN áðan, réttara sagt einn vin og eina gamla vinkonu sem ég hef ekki séð síðan 1999. Þessi gamla vinkona mín sagði mér að hún væri núna stödd í Tyrklandi að læra tyrknesku, gott hjá henni...

Hitt spjallið var þó gleðilegra þar sem fyrrnefndur vinur tilkynnti mér að hann hefði nýlokið við að birta Vomit storie nr. 1 eða Ælusögu nr. 1 á Myspace vefnum, og ég kæmi þar við sögu. Góðar minningar.

Vomit stories eru, eins og titillinn gefur til kynna, sögur af uppsölum höfundar, einskonar endurminningar í æluformi, dagsannar og bráðskemmtilegar. Mæli með þeim, sérstaklega þegar ég er ein af sögupersónunum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband