Í Svíalandi.

Þá erum við búin að vera hér í Svíalandi í rúman mánuð og ég hef ákveðið að blögga aðeins, hef reyndar ekkert blöggað síðan ég var talsmaður Péza kisukalls, en þetta getur varla orðið verra blögg en hvað annað, þó aldrei jafn gott og Katrínar-blogg en það þýðir ekki að bera sig saman við meistarann.

Það hefur kólnað hægt og sígandi síðan við komum, kuldinn farið allt niður í -15°C, svo hlýnað en kólnað aftur, og sólin hefur ekki látið sjá sig í viku. Ekki ósvipað veður duttlungunum heima þ.e. maður heldur alltaf að það sé komið vor sama hvaða vetrar mánuður er.

Síðan við komum hefur verið framið eitt geðsjúklings-morð, eitt stykki sænskur Bjarni Tryggvason komið til síns heima og fengið orður frá kónginum, Eurovision er að setja Svíana á annan endann og Anja Pärson rústaði heimsmeistaramótinu í Åre, fyrrnefndum kóngi til mikillar ánægju. Annars gerist ekki mikið hérna. Allt í góðu bara og Svíarnir glaðir og hamingjusamir og syngja sig í gegnum lífið.

Ætla að láta þessa færslu duga í bili, skrifa meira um persónuhagi og atburði næst. Þangað til... Adjö.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott framtak Einar minn.  Ég þakka hólið, en ég er orðin ansi slök í þessu bloggeríi... allavega þessa dagana! Þá er nú ágætt að geta stytt sér stundirnar yfir velorðuðum texta þínum. 

katrín (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband